„Ég nota svipaða aðferð við að mála og að spila djass.“

Þorsteinn Helgason er íslenskur myndlistarmaður, menntaður arkitekt frá arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn og er meðeigandi á arkitektastofunni Ask arkitektar. Einnig nam hann myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Þorsteinn Helgason málar abstrakt málverk og það sem einkennir mörg þeirra eru fletir sem oftast eru í grunnlitunum, um er að ræða olíuverk á striga. Málverkin eru runnin af franska skólanum sem kom upp í París um 1950 og er stundum kenndur við tachisme eða art informel.

Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu. Verkum hans má lýsa sem litasprengjum á striga sem raðast upp í ljóðrænt landslag þar sem andstæðir litir flæða um.  Verkin hafa sterkan hrynjanda og litaflæði þar sem formin dansa á striganum, líkt og myndirnar geymi minningu um handtök málarans sem raðaði þeim á strigann. Það er kannski engin tilviljun að verkin vekji hugrenningar um tónlist þar sem Þorsteinn er mikill áhugamaður um djass, semur djasstónlist og hefur sjálfur sagt að hann sjái náinn skyldleika með þessum listformum.

„Ég læt tilfinninguna ráða, en í upphafi byrja ég með hvítan striga og enga ákveðna hugmynd um hvað ég vil mála. Ég mála með tilfinningunum og gleymi mér í augnablikinu,“

Nám

Arkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1988
Nemandi í Myndlistaskólanum í Reykjavík (kvöldnámskeið) 1993-1996
Gestanemi í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands
1996-1997

Sýningar

Café Mílanó 1998
Gallerí Borg 1998 (I)
Gallerí Borg 1998 (II)
Listaskálinn í Hveragerði (samsýning) 1998
Gallerí Fold 2000
Winsor & Newton í London 2000
Winsor & Newton Stokkhólmi 2000
Winsor & Newton í New York 2000
Gallerí Fold 2002
Gallerí Fold Smákorn 2003 – Samsýning 36 listamanna á smáverkum
Gleraugnaverslunin Linsan 2003
Listasetur Akraness 2003

Heilsugæslan Efstaleiti 2004
Landsbanki Íslands
, Lágmúlaútibú 2004, samsýning
Galleri Sct. Gertrud,  Kaupmannahöfn 2005
Gallerí Fold 2005
Landsbanki Íslands, Lágmúlaútibú 2004, samsýning
Art Herning, Danmörku 2005
Gallerí Fold 2005
Landsbanki Íslands, Lágmúlaútibú 2005, samsýning
Gallerí Fold 2007
Gallery Lisse Bruun, Kaupmannahöfn 2010, samsýning

Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu,  2010
Nordisk akvarel
, Norrænahúsinu  2010,  samsýning
Galleri Krebsen, Kaupmannahöfn,  2010-2011, samsýning
Verkfræðistofan Efla 2011
Netagerðin samsýning 2012
Gallerí fold 2012
Gallerí Krebsen samsýning 2012
Alþjóðleg vatnslitasýning í Genoa Ítalíu 2012
Galleri Fold 2014
Galleri Krebsen, Kaupmannahöfn, samsýningar 2016-18
Gallerí Fold  2018
Samsýning NYA Gallery104, New York 2019
Samsláttur samsýning Korpúlfsstöðum  2020
Ásmundasalur samsýning   2020
Kirkjuhúsið  samsýning SÍM  2020
Ásmundasalur samsýning   2021
Korpúlfsstaðir Listamessa  2022
Gallerí Fold  2022

Listaverk eftir Þorstein var valið í Winsor & Newton Millennium Painting Competition eftir forkeppni hérlendis. Verk Þorsteins komst í úrslit og var tekið til sýningar í London, Stokkhólmi og New York. Winsor & Newton er einn þekktasti framleiðandi myndlistarvara í heiminum.

Verk

Verk eftir Þorstein eru í eigu ýmissa opinberra aðila, þ.á.m.:
Umhverfisráðuneytið Skýrr Samband íslenskra sveitarfélaga Sendiráð Íslands í Berlín

Einnig eru verk hans í eigu ýmissa stærri fyrirtækja landsins
Arion banki Baugur Samskip Skeljungur

Eftirtalin Gallery versla með myndir eftir Þorstein:
Gallery Fold Reykjavík Art Gallery Galleri Krepsen, Kaupmannahöfn.

Select your currency
ISK Icelandic króna
EUR Euro