„Ég nota svipaða aðferð við að mála og að spila djass.“

Þorsteinn Helgason er íslenskur myndlistarmaður, menntaður arkitekt frá arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn og er meðeigandi á arkitektastofunni Ask arkitektar. Einnig nam hann myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Þorsteinn Helgason málar abstrakt málverk og það sem einkennir mörg þeirra eru fletir sem oftast eru í grunnlitunum, um er að ræða olíuverk á striga. Málverkin eru runnin af franska skólanum sem kom upp í París um 1950 og er stundum kenndur við tachisme eða art informel. Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu.  Verkum hanns má lýsa sem litasprengjum á striga sem raðast upp í ljóðrænt

landslag þar sem andstæðir litir flæða um.  Verkin hafa sterkan hrynjanda og litaflæði þar sem formin dansa á striganum, líkt og myndirnar geymi minningu um handtök málarans sem raðaði þeim á strigann. Það er kannski engin tilviljun að verkin vekji hugrenningar um tónlist þar sem Þorsteinn er mikill áhugamaður um djass, semur djasstónlist og hefur sjálfur sagt að hann sjái náinn skyldleika með þessum listformum.  Mörg af verkum Þorsteins eru nafnlaus en bjóða áhorfandanum að móta og túlka sína eigin tilfinningu, fremur en frá nafninu. „Svipað og viðbrögð fólks við tónlist. Hver túlkar hana á sinn eigin hátt,“ útskýrir hann.

„Ég læt tilfinninguna ráða, en í upphafi byrja ég með hvítan striga og enga ákveðna hugmynd um hvað ég vil mála. Ég mála með tilfinningunum og gleymi mér í augnablikinu,“

Select your currency
ISK Icelandic króna
EUR Euro